Veglegt afmælisrit í tilefni fimmtíu ára afmælis Reglunnar

Mynd viku 47, 2017

Í ár eru þrjú hundruð ár frá stofnun fyrstu stórstúk­unnar í London. Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi var stofnuð 23. Júlí 1951, sem er ekki langur tími í sögu frímúr­ar­a­reglu. Haustið 2001 gaf reglan út veglegt afmæl­isrit í tilefni fimmtíu ára afmælis síns.  Fyrsta frímúr­ara­stúkan St. Jóh. st. Edda var stofnuð 6. janúar 1919, en áður hafði verið starfandi bræðra­félag og fræðslu­stúka.  St. Jóh. st. Edda, sem var stúka innan Den Danske Frimurer­orden og starfað undir hennar vernd allt til að formleg og sjálfstæð regla var stofnuð hér á landi.

Í bókinn er fjallað um upphaf frímúr­ara­starfs bæði á Íslandi svo og erlendis og stofnun sjálf­stæðrar Frímúr­ar­a­reglu á Íslandi. Í bókinni er kafli eftir  Karl Guðmundsson um  ágrip af sögu frímúr­ara­starfs frá örófi alda, Þórir Stephensen skrifar kafla um fyrstu íslensku frímúr­arana, Jón Sigurðsson fjallar um tildrög og stofnun Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi. Fjallað er um fimm forustumenn Reglunnar bæði fyrir og eftir stofnun hennar á Íslandi.  Í bókinni eru einnig þrjú fræðslu­erindi eftir þá Svein Víking, Guðjón Lárusson og Alfreð Gíslason.  Í lok bókar­innar er skrá yfir starfandi stúkur árið 2001, ásamt myndum af stúku­heimilum um allt land.  Bókin er ríkulega skreytt myndum.

Bræður eru hvattir til að kynna sér og lesa bók þessa,  hana má nálgast annað hvort á bókasöfnum Reglunnar eða með því að  kaupa hana hjá skrif­stofu Reglunnar í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík.

Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi 50 ára / ritstjórn og umsjón Allan Vagn Magnússon og Jón Bjarni Bjarnason. – Reykjavík : Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi, 2001. – 147 s., myndir.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?