Grundvallarskipan Reglunnar

Mynd viku 27, 2017

Þegar Frímúr­ar­a­reglan hóf starf sitt á Íslandi vantaði alla laga- siða- og fræði­bálka Regl­unnar á íslensku. Það var hins vegar ekki auðvelt verk að þýða laga- siða- og fræði­bálkana eða „Grund­vall­ar­skipan“ eins og ritin eru nefnd í dag. Þau fylla marga prentaða „doðranta“ og voru flestir á „gömlu upphöfnu“ fræði­máli dönsku og sænsku. Verk­efnið var risa­vaxið, en í bræðra­hópnum voru menn sem ekki aðeins kunnu og gátu heldur höfðu einnig dugnað og kjark sem til þurfti til að vinna verkið vel. Grund­vall­ar­skip­anin hefur verið notuð af stjórn­endum regl­unnar eins og gengið var frá henni um miðja síðustu öld, en þar að auki hafa verið gerðir útdrættir úr siða­bálkum til daglegra nota.  Grund­vall­ar­skipan Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi ætti að vera skyldu­lesning hjá hverjum frímúrara, því í þeim krist­allast allt starf og gildi Regl­unnar.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?