Áhugaverð fræðsluerindi frá Rannsóknarstúkunni Snorra

Mynd viku 40, 2018

Ábending til bræðra sem leita ljóss og sannleika á nýjasta efni frá St.Snorra.

Hinn 16. janúar sl. Flutti MBR br. Guðmundur Kr. Tómasson R&K erindi fyrir bræður sem náð hafa VIII°stigi í Reglunni þar sem höfundur varpar nýju ljósi á þá reynslu sem bróðirinn býr nú yfir á VIII° sem hér lýtur til baka yfir farinn veg í leitinni að ljósi og sannleika. Er tilefni til að mæla með þessu erindi br. Guðmundar.

Hinn 12. mars sl. Flutti br. Stefán Einar Stefánsson VII° Ystv. Snorra erindi um Musteri Salomons í Jerúsalem og tengingu þess við spurn­ingabók I°.
Bróðir sem er að koma í sínar fyrstu heimsóknir á bókasafnið rekur strax augun í þetta efni í spurn­inga­bókum stigsins en fátt er þar um frekari skýringar.  Hér gefst bróðurnum gott tækifæri til að átta sig betur á því líkingamáli sem hér er til umfjöllunar auk þess sem byggingasögu muster­isins er gerð góð skil.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?