Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Innskráning á innri vef R.

Innri vefurinn

Til þess að skrá sig á innri vef þessarar vefsíðu þarf að slá inn R.kt. og lykilorð þess sem skráir sig inn.

Þessar upplýs­ingar eru slegnar inn í gluggann sem kemur upp þegar smellt er á lykilinn í gula kassanum, sem er staðsettur neðst hægra megin á þessari síðu, sért þú að skoða vefinn í tölvu. Í snjallsíma og spjald­tölvum fæst takkinn upp með því að opna valmyndina, sem er hægra megin á skjánum.

R.kt.

Félagakort Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi

Hver br. á sína R.kt. Hún saman­stendur af númeri St. Jóh. stúkunnar sem þú gekkst í, bandstriki og svo 5 tölustafa runu, sem sýnir númeri þitt í St.

Ef þú þekkir hana ekki má finna hana á einni af eftir­farandi leiðum:

Skoðaðu kortið þitt.
Á kortinu þínu, sem þú notar við skráningu á fundi, er númerið ritað undir nafni þínu.
(Ef þig vantar nýtt meðlimakort, bendum við þér að hafa samband við Sm. í þinni St. Jóh. St. sem getur aðstoðað þig.)

Flettu því upp á vefnum.
Með því að opna innskrán­ing­ar­gluggann á vefnum (sjá leiðbein­ingar að ofan) má smella á „Hver er mín R.kt.?“ og þar „Uppfletting eftir netfangi“.
Settu inn netfangið sem þú ert með skráð hjá R. og smelltu á „Senda R.kt.“ og þú ættir að fá tölvupóst innan skamms með tilheyrandi upplýs­ingum.

Hafðu samband við þinn St. Jóh. R.
Með því að hafa samband við R. í þinni St. Jóh. St. getur þú fengið aðstoð með að fá þína R.kt. senda.

Lykilorð

Ef þú hefur glatað þínu lykilorði, þá er einfaldast að fá nýtt lykilorð sent í gegnum vefinn.

Þetta er gert með því að opna innskrán­ing­ar­gluggann (sjá leiðbein­ingar að ofan) og velja „Glatað lykilorð?“.
Þá slærðu inn R.kt. þína (sjá leiðbein­ingar að ofan) og vefurinn sendir þér leiðbein­ingar á netfangið sem þú ert með skráð hjá R.

Ef þetta virkar ekki má hafa samband við ritnefnd heima­síð­unnar í gegnum netfangið ritnefnd@frimur.is og hún mun aðstoða þig eftir bestu getu.

Myndbönd

Einnig má að neðan horfa á myndband sem sýnir ferlið hvernig brr. skrá sig inn á innri vefinn. Hægt er að skoða hvernig innskrán­ingin fer fram í vafra á tölvu, með iOS (Apple) og Android (Samsung, LG og fleiri).

Öll myndböndin eru að sýna sama ferlið, nema í mismunandi umhverfi. Við mælum með að þú skoðir myndband við það umhverfi sem endur­speglar þína tækja­notkun.

Innskráning

Hver er mín R.kt.?