Yfirvöld sóttvarna hafa gefið út heimild til fundar­halda!

Starf er heimilt á ný í Frímúr­ar­a­reglunni

Breyting á reglugerð Heilbrigð­is­ráð­neyt­isins (nr. 427/2021) gerir það að verkum að stúku­starf í Reglunni, er heimilt að nýju frá og með 21. apríl 2021.
Hámark þátttakenda er miðað við 100, auk nánari sóttvarna sem ber að hafa í heiðri.

Viðbragð­steymi R. ásamt SMR fundaði í dag og ákvað að heimila fundahöld í öllum stúkunum samkvæmt þessari nýju reglugerð. Fram hefur komið í áður útsendum tilkynn­ingum sú eindregna ósk SMR að lokið verði við að halda lokafundi í öllum stúkum, en einnig kjörfundi og innsetn­ing­ar­fundi í þeim tilvikum sem búið var að taka um þá ákvörun. Viðbragð­steymi allra stúkuhúsa annast úrfærslu og utanumhald um fundi, til að tryggja rétta framkvæmd þeirra.

Stórhátíð og starfið framundan

Lands­stúkan hefur starf sitt á Stórhátíð þann 6. maí, en skráning fór fram miðað við að hún yrði haldin 25. mars, en það tókst ekki.
Sú skráning mun þó verða látin gilda, sem þýðir að því miður þarf að skera skrán­inguna niður úr 120 í 100. Verður það gert samkvæmt tímröð skráninga.

Bræður mínir eins og ítrekað hefur komið fram í tölvu­póstum, í tilkynn­ingum á heimasíðu R., þá fer R. í einu og öllu að tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnir, fjölda­tak­markanir o.s.frv. Það er einlæg von okkar að það takist að ljúka framan­greindum fundum fyrir lok maí mánaðar og að við getum hafið störf að nýju á haust­mánuðum, án frekari hindrana vegna farsótt­ar­innar sem nú hyllir undir að verði lögð að velli.

Fyrir­spurnum eða ábend­ingum skal komið á framfæri við Erindreka Reglunnar á netfanginu erindreki@frimur.is

Með bestu óskum um gleðilegt sumar og þökkum fyrir samstarfið á líðandi vetri,
SMR og Viðbragð­steymi R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?