Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Vortón­leikar Frímúr­arakórsins

Laugar­daginn 13. apríl kl. 16.00.

Tónleikar Frímúr­arakórsins og gesta hans verða haldnir í Hátíðasal Reglu­heim­il­isins í Reykjavík laugar­daginn 13. apríl kl. 16.00. Tónleik­arnir eru fyrir frímúr­ara­bræður, systur og gesti þeirra.

Á efnis­skránni eru m.a. íslensk og erlend kórlög í léttum dúr. Í tilefni af 100 ára afmæli stúkunnar Eddu verða flutt ýmis lög sem tengjast sögu hennar, m. a. einsöngs- og kórlög eftir söngstjóra hennar fyrr á árum.

Einsöngvarar eru tenór­arnir Kolbeinn Jón Ketilsson, Einar Gunnarsson, Stefán Halldórsson og Ásgeir Páll Ágústsson barítón.

Stjórnandi Frímúr­arakórsins er Jónas Þórir. Hann hefur sett saman hljóm­sveit, sem spilar á tónleikunum.

Hljóð­færa­leikarar verða:

Bjarni Svein­björnsson – kontrabassi

Friðrik Vignir Stefánsson – píanó

Jónas Þórir – píanó og orgel

Matthías Stefánsson – fiðla

Sigurður Hafsteinsson – saxófónn

Örnólfur Kristjánsson – selló

Þá munu þeir Grímur Sigurðsson og Kristján Hermannsson blása á sönglúðra.

Bræður mínir, við í Frímúr­arakórnum lofum góðri skemmtun og verðum þakklátir ef þið fjölmennið ásamt systrum og öðrum gestum. Þetta verður kærkomið tækifæri til að koma og njóta góðrar tónlistar í Hátíðasal Reglu­heim­il­isins.

Miðaverð er 3.500 krónur og verða miðar seldir við innganginn.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?