Vorfundur Glitnis 2018

18. apríl

Vorfundur Glitnis verður haldinn síðasta vetrardag, miðviku­daginn 18. apríl 2018.
Að venju bjóðum við systrunum að fagna með okkur eftir fund.

Að þessu sinni er annað snið á fundinum sjálfum en venja er til. Þeir sem koma til með að stjórna fundinum eru allir fyrrverandi embætt­ismenn Glitnis sem voru við störf fyrir um 15 til 25 árum síðan. Hér gefst því einstakt tækifæri til að sjá bræður að störfum sem báru hitann og þungann af starfi Glitnis á þessum árum.
Það eitt verður upp gefið að br. Sigurður Kr. Sigurðsson R&K og fyrrverandi Stm. Glitnis stjórnar fundinum en þú kæri bróðir verður að koma á fundinn til að sjá hverjir koma til með að starfa með honum.

Skráningu er lokið.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?