Vorblað Frímúr­arans komið út

Fyrsta tölu­blað ársins 2017

Nýtt efnis­mikið tölu­blað Frímúr­arans er komið út. Meðal efnis í blaðinu er umfjöllun í tilefni af 300 ára afmælis Frímúr­ar­a­regl­unnar í heim­inum. Fjallað er ítar­lega um frímúr­arastarf á Vest­fjörðum, sagt frá frímúr­ara­starfi í Frakklandi og merki­legum söfnum um sögu frímúrara. Grétar H. Óskarsson skrifar um stúku­starf í Namibíu, þar sem hann var á árum áður starf­andi við flug­mála­stjórn landsins. Þá er yfir­lits­grein um Styrkt­arráð Frímúr­ar­a­regl­unnar, neyð­ar­hjálp Íslend­inga til aðstoðar nauð­stöddum börnum í Aust­ur­ríki á árunum 1920-1922. Þá er einnig sagt frá Reglu­hátíð, Stór­hátíð, nýjum stól­meist­urum o.fl.

Hægt er að nálgast blaðið með því að smella hér

Aðrar fréttir

Fyrsti fundur hjá Fjölni
Fundur á IX stigi
Áskorendamótið