Vonin

Harður kjarni kom til fundar

Þriðju­daginn 28. febrúar kom harður kjarni Fjöln­isbrr. saman á fjórða III° fund starfs­ársins og urðu vinafundir. Það mættu 25 brr. á fundinn og þar af tveir gestir. Það er ekki oft sem gestir eru 8% af brr. á fundum Fjölnis.

Nýr Meistari var boðinn hjart­anlega velkominn og verður hann okkur Fjöln­isbrr. eflaust til mikils sóma í framtíðinni. Engir embætt­ismenn voru að embætta í fyrsta skipti á III° í þetta sinn. Am. flutti ræðu til hins nýja Meistara og vísaði í ljóð Goethe „Symbolum“ en síðasta vers þess er hér að neðan, að vísu á þýsku en fyrir þá brr. sem ekki eru ennþá fullnuma í því tungumáli og fylga ekki Klopp og Liverpool þá hljóðar síðasta lína ljóðsins á þennan veg í íslenskri þýðingu; „Við hvetjum ykkur til að vona“. Látum aldrei vonina hverfa úr lífi okkar.

Hier winden sich Kronen
In ewiger Stille,
Die sollen mit Fülle
Die Tätigen lohnen!
Wir heißen euch hoffen.

Goethe

Lyktin var munnvatns­myndandi og þegar matur var fram borinn varð mynd, hljóð og bragð í fullkomnum samhljómi. Dúnmjúkur þorskur á penne pasta grunni og svepp­aragú toppaði réttinn.

Frábær undir­bún­ingur fyrir þyngri þorramat næstu daga og vikur. Brr. gengu út í 4° frost, stillu og nývaxandi mána.

Faðmið þá sem ykkur þykir vænt um, brr. okkar næstu daga, því frostið fer vaxandi og endar í 10° þegar líður að helgi. Við hlökkum svo að sjá alla ferðafæra brr. á næsta fundi.

Vefnefnd vill með þorragleði minna brr. á þorrafund Fjölnis á I° þriðju­daginn 4. febrúar og svo hefst sala á miðum á Systra­kvöldið 15. febrúar, í dag 29. janúar. Og ekki gleyma frábæru tilboði Foss Hótels um næturg­istingu eftir gleðina.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?