Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Vísinda­heimsókn háskólanema í Reglu­heimilið

Og fleiri heimsóknir bókaðar

Allnokkur áhugi virðist vera á „vísinda­heim­sóknum“ háskólanema í Reglu­heimilið. Þannig hefur Erindreki Reglunnar þegar bókað þrjár slíkar heimsóknir á yfirstandandi starfsári (2019-2020) og eitt nemenda­félag til viðbótar hefur haft samband. 

Nýverið kom hópur úr nemenda­fé­laginu Soffíu, félagi heimspek­inema við Háskóla Íslands, í heimsókn. Nemendurnir fengu kynningu á sögu Frímúrarahreyf­ing­ar­innar í gegnum árhundruðin, sögu og þróun sænska kerfisins, sögu frímúr­ara­starfs á Íslandi í 100 ár og sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og uppbyggingu hennar og samstarfi við aðrar Reglur Frímúrara í heiminum. 

Eftir kynninguna var gefinn góður tími til fyrir­spurna og óform­legra samtala um allt það sem nemend­urnir óskuðu eftir að ræða og var greini­legur áhugi nemanna á fjölmörgum umræðu­efnum er varða söguna, hugmynda­fræðilega hluti, uppbyggingu og áhersluatriði frímúr­ara­starfsins. 

Nemendunum var síðan boðið upp á veglegar veitingar frá Bernhöfts­bakaríi og að því loknu, var gengið með þeim í Minjasafn Reglunnar þar sem enn frekari fyrir­spurnum þeirra um það sem fyrir augu bar var svarað. Það er okkur sem á móti þeim tóku, mikil ánægja að geta orðið við þessum óskum um heimsóknir af þessu tagi og vonandi hefur okkur tekist að svala þekking­ar­þorsta þessa kurteisa og myndarlega háskóla­fólks, að einhverju marki.

Eiríkur Finnur Greipsson ER
Jóhann Heiðar Jóhannsson nefnd­ar­maður í Fasta­nefnd ER
Einar Thorlacius Mv.R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?