Vinafundur

I° fundur hjá Mími

Það var glatt á hjalla á mánudags­kvöldið 4.mars síðast­liðinn þegar að St.Joh.st.Mímir hélt „Vinafund“ á I°. Mættir voru gestir og bræður sem töldu á níunda tug. Þá heiðraði SMR, br.Valur Valsson okkur með nærveru sinni og í hans fylgd­arliði voru fjölmargir R&K. Fór fundurinn vel fram. Tekið var á móti nýjum félaga í hópinn og Ræðumeistari kvöldsins var með skemmtilegt erindi um hin ýmsu frímúr­aratákn.

Áður en borðhald hófst gafst bræðrum tækifæri til þess að fá mynd af sér með vinum og meðmæl­endum. Mæltist þetta einkar vel fyrir og mátti greina marga glaðbeitta bræður í uppstillingu fyrir myndatöku með kærum félögum og vinum.

Að borðhaldi loknu afhenti.br. Jón Birgir Jónsson R&K fyrsta eintakið af „Undir stjörnu­himni – Frímúrarar á Íslandi í 100 ár“ sem er veglegt safn greina um sögu Frímúr­a­regl­unnar á Íslandi og margvís­legar hliðar frímúr­ar­ara­starfs. Það var SMR, br. Valur Valsson sem veitti fyrsta eintakinu viðtöku og í kjölfarið þáðu allir viðstaddir brr. eintak. Að endingu var sungið og líkt og venjulega drukku br.kaffisopa áður en þeir héldu glaðbeittir heim á leið.

Því er óhætt að segja að þessi vel heppnaði „Vinafundur“ hafi verið sannkallaður fagnað­ar­fundur.

Eldra efni

Fundur á II°
Mímir fundar á I°
Fræðslufundur á I°
Mímir fundar á III°
Haustfagnaður Mímis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?