Kæru bræður, ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar með þá von í brjósti að við getum senn hafið okkar venjubundna stúkustarf. Ég minni þó á að starf hvers og eins að mannrækt og við hinn hrjúfa stein á aldrei að liggja niðri hvernig sem á stendur.
Á fyrsta starfsári mínu Stm. Hamars ákvað ég að setja á sérstakan fund tileinkaðan vináttu og bræðraþeli. Markmiðið var eins og nafnið bendir til. Einnig var þema fundarins ætlað til að auka fundarsókn á fyrsta fundi í janúar sem höfðu haft slaka mætingu m.a. vegna Regluhátíðar sem oft var í sömu viku. Gekk það eftir að mæting jókst stórlega. Þessi fundur hafa einnig verið notaður til að hveta bræður sem höfðu slakað á mætingu til að koma á ný og í upphafi árs er ágætu tími til að strengja heit um betri mætingu og ástundun stúkustarfs. Höfum við á þennan hátt náð til bræðra sem við höfum saknar og þeir farið að koma til funda á ný sér og okkur öllum bræðrunum til ánægju og gleði.
Bræðranefnd fékk séstök fyrirmæli um að nota þennan fund sem tækifæri til að nálgast bræður sem er í samræmi við hlutverk bræðranefndar. Hefur það gengi vel. Vegna þessa hlutverks bræðranefndar hefur formanni Bn. verið falið að sjá um þessa fundi sem hafa verið árlega síðan 2016.
Þar sem við höfum ekki getað hist á fundum í Ljósatröð er jafnvel enn meiri ástæða en áður að efna til samveru undir markmiði vináttu og bræðraþels.
Þessi samvera verðu ekki stigbundin frekari en þær sem við höfum áður verið með á ljósvakamiðlunum en þó hátíðleg og uppbyggjandi.
Bróðir okkar sr. Bragi J. Ingibergsson R&K flytur okkur erindi eins og honum er einstaklega vel lagið og Bræðurinir Grétar Örvarsson og Ivar Helgason flytja okkur vandaða tónlist.
Samveran verður bæði á Zoom og Youtube og nánari upplýsingar verða sendar þeim sem skrá sig á fundinn með tölvupósti með góðum fyrirvara 5. janúar. Samveran hefst kl. 20.00 en kveikt verður á Zoominu kl. 19.30. Að vanda verður kveikt á Zoominu eftir formlega samveru þannig að bræður geti kastað kveðju á hvern annan og alla saman með ósk um gleðilegt ár og frið á jörðu.
Skráning á samveruna verður á heimasíðu Reglunnar. Þar verður einnig hægt að láta fé renna til styrktarsjóðs stúkunnar.
Vegna þess ástands sem við upplifun er enn meiri ástæða en áður að efna til vinafundar og nota til þess það tækifæri sem við höfum á veraldarvefnum. Það er von mín að sjá sem allra flesta bræður á þriðjudagkskvöld á okkar góða vinafundi klædda kjólfötum ef mögulegt er. Ef einhverjir bræður eiga enn erfitt með að tengjast við Zoom og Youtube þá vinsamlegast hafið samband og við munum leitast við að aðstoða eftir bestu getu.
Ólafur Magnússon
Stm.