Vinafundur Fjölnis

verður haldinn þriðju­daginn 16. mars.

Létt yfir brr. í Smm. hópi St.Jóh.st. Fjölnis á Vinafundi 2020.

Samkvæmt tilkyn­inngu frá viðbragð­steymi R., sem var birt síðasta föstudag, hefur fundar­starf verið leyft á ný í Frímúr­ar­a­reglunni frá og með mánudeginum 15. mars 2021.
Það þýðir að settur fundur á fundar­dagskrá Fjölnis næsta þriðjudag, 16. mars, verður haldinn. Ekki verður um upptökufund að ræða, heldur sláum við í vinafund.
Það eru vissulega góðar fréttir að við getum hist á ný og hafið starfið. Bæði eru margir fyrir löngu byrjaðir að sakna vina sinna og brr., en ennfremur þar sem það þýðir að ástandið í samfé­laginu er hægt og bítandi að færast í rétt horf.

Forskrán­ingar á alla fundi
Við erum þó enn í baráttunni við veiruna og því verða allar sóttvarn­aregur í hávegum hafðar. Ein af þeim reglum eru fjölda­tak­markanir á fundi og því hefur verið tekið upp nýtt forskrán­ing­ar­kerfi sem öllum er skylt að nota.
Rafrænar skrán­ingar á fundi eru opnar um viku fyrir fundi og loka kl. 14 á fundardag. Skilyrði er að forskrá sig til að eiga sæti á fundinum.
Sitjandi embætt­ismenn eiga EKKI að forskrá sig á viðkomandi fundi.
Leiðbein­ingar um forskrán­ingar, í texta- og myndbands­formi, má skoða hér.

Reglan sem gildir varðandi skrán­ingar er fyrstur kemur fyrstur fær. Við hvetjum því alla brr. sem vilja mæta næsta þriðjudag á Fjöln­isfund að forskrá sig sem fyrst.

Eldri bræðrum sem ekki hafa fengið bólusetningu við Covid-19 og brr. með undir­liggjandi sjúkdóma eða aðra áhættu­þætti er ráðlagt að mæta ekki á fundi enn sem komið er, en allir sem hafa tök á og áhuga að mæta vonumst við til að sjá á þriðju­daginn.

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn (ath. þú þarft að vera innskráður).

Eldra efni

Golfmót Fjölnis 2022
Því er lokið
Líður að lokum
Vorferð Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?