Vígslufundur IV/V° og VI° sala St. And. Hörpu

24. september 2022

Laugar­daginn 24. september 2022 fer fram vígslufundur IV/V° og VI° sala St. And. Hörpu á Ísafirði. Fundurinn hefst kl. 13:00.

Það er vissulega ekki á hverjum degi sem nýr salur er vígður innan Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og því ljóst að þetta verður eftir­minni­legur fundur.

Fundurinn verður haldinn á IV/V° stigi.

Það þykir líklegt að fundurinn verði vel sóttur og þar sem pláss í sölum er takmarkað verður einnig takmörkun á fjölda brr. í skráningu. Því hvetjum við áhugasama bræður til að skrá sig sem fyrst.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á fundinn.

Ef bræður eru í vandræðum með að skrá sig má hafa samband við til að fá aðstoð.

 

 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?