Viðtal við Val Valsson

Ræddi eðli og inntak reglu­starfsins

Valur Valsson er stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar.

Á dögunum birtist í Morgun­blaðinu viðtal við Val Valsson, stórmeistara Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi. Tilefni þess var að í ár fagnar Reglan því að 100 ár eru frá því að formlegt frímúr­arastarf hófst hér á landi. Viðtalið var birt undir yfirskriftinni „Mitt hlutverk öðru fremur að opna mönnum dyr“, og þar ræðir Valur um eðli og inntak frímúr­ara­starfsins.

Viðtalið í heild sinni má lesa á vef reglunnar, með því að smella hér.

Í viðtalinu bendir hann á að áhrifa frímúrara hafi tekið að gæta í íslensku samfélagi miklu fyrr. Á 19. öld gengu nokkrir Íslend­ingar í stúkur erlendis, einkum í Danmörku, en þá nutu Íslend­ingar einnig stuðnings frá dönskum frímúrurum í kjölfar hinna skelfilegu Skaft­árelda sem brutust út 1783.

Í ár eru liðin 45 ár frá því að Valur Valsson gekk í Frímúr­ar­a­regluna á Íslandi. Í viðtalinu segir hann að starfið hafi gefið sér mikið á langri samleið, þó hafi hann ekki rennt grun í það þegar hann steig sín fyrstu skref inn í Reglu­heimilið í Reykjavík að hann myndi dag einn leiða hreyfingu ríflega 3.600 frímúrara í landinu:

„Nei, það datt mér ekki í hug og örugglega engum.“

Valur segir einnig í viðtalinu að frímúr­ara­starfið sé líkt því að fara í ræktina. Þar sé hins vegar stunduð mannrækt en ekki líkamsrækt. Hana þurfi að stunda vel og stundum gangi uppbygg­ing­ar­starfið vel en á öðrum tímum ekki.

„Markmiðið með mannræktinni er að menn bæti sjálfa sig til þess síðan að bæta samfé­lagið og mannlífið sem þeir lifa í. Þeir upplifi hér reynslu sem hvetur þá til góðra verka og til að horfa á hið góða í lífinu. Hvetji þá til þess að einbeita sér að umburð­ar­lyndi og umhyggju fyrir náunganum og breiða þær dyggðir svo út í samfé­lagið með eigin breytni. Hér er í raun ekki hægt að segja að mönnum sé kennt annað en að líta á sjálfa sig. Menn eru hvattir til að skoða sitt eigið sjálf og bæta úr því sem þeim þykir ástæða til að bæta úr. Það er enginn dæmdur hér, hér eru engin próf tekin. Hér gera menn upp sinn árangur sjálfir. En hér eru mönnum opnaðar dyr, eða sýn á mannlega eigin­leika en hver og einn verður að upplifa það fyrir sjálfan sig. Stundum gengur það vel og stundum gengur það illa. Stundum hrasa menn.“

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?