Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 7. nóvember Sjá nánar.

Viðbygg­ingin við stúku­húsið að Ljósatröð

Grein­argerð formanns bygginga­nefndar. Staða framkvæmda og fjárhags.

Inngangur.

Viðbragð­steymi Reglunnar hefur ákveðið að stöðva allt frímúr­arastarf um óákveðinn tíma. Það er því ekkert frímúr­arastarf í landinu og ekki líkur á að breyting verði þar á, fyrr en covid-19 veiran verður afvopnuð með bóluefni eða á annan hátt svo sem eins og með ráðum þríeyk­isins.

Margir bræður í Hamri og Nirði koma því ekki í stúku­húsið að Ljósatröð og vita ekki hvernig viðbygg­ingunni miðar fram. Er ekki úr vegi að formaður bygging­ar­nefndar bæti úr því með skrifum þessum, það er jú verið að reisa þessa viðbyggingu fyrir frímúr­ara­bræður í Nirði og Hamri og á þeirra kostnað.

Í grein þessari eru engin nöfn bræðra nefnd, það bíður síðari tíma, en samt er rétt að geta þess að allir þeir sem bygging­ar­nefndin hefur leitað til, eru boðnir og búnir til að gera allt sem í þeirra valdi stendur svo viðbygg­ingin megi rísa. Mannauð­urinn og vinskap­urinn innan Reglunnar er með ólíkindum.

Stiklað verður á stóru í þessari grein,  að öðrum kosti myndu skrifin verða allt of löng.

Hvað er búið að gera.

Búið er að reisa viðbygg­inguna og uppsteypu lokið. Verktakinn er við það að ljúka verkinu og hefur  óformleg forúttekt verið gerð. Þar komu nokkur atriði fram sem þarf að laga/klára. Lokaúttekt er fyrir­huguð í næstu viku.

Dúkurinn á þakið hefur verið lagður og þakkant­urinn gerður, nema lokafrá­gangur hans, sem ekki er hægt að ljúka við fyrr en búið er að einangra og múra viðbygg­inguna að utan.

Pípulagnir innan og utan hússins kláraðar, svo sem skolp, frárennsli, niðurföll og tenging á heitu og köldu vatni. Ekki má vera hiti í gólfinu við flotun og er því beðið með að tengja gólfhitann. Á meðan er rýmið hitað með hitablásara sem pípar­arnir hafa tengt heitt vatn við. Gólfið klárt til flotunar frá hendi pípara. Vinnu­ljós­arafmagn er komið. Hurðin fyrir vörugeymslu­dyrnar er komin og rafmótorinn sem lyftir og lokar hurðinni uppsettur og tengdur. Búið er að færa flagg­stöngina, taka úr klettinum þar sem flagg­stöngin var, en það þarf líklegast að taka meira úr honum, teikna breyt­ingar á lóð, kaupa steypupolla með ljósi sem settir verða upp þegar farið verður í lóðar­frágang næsta vor og ýmislegt annað stórt og smátt, en hér verður látið staðar numið.

Hvað á eftir að gera.

Helstu verkin sem vinna þarf á næstunni, og verða keypt út, er einangrun og múrverk að utan, flotun gólfs,  glugga­smíði með ísettu gleri, smíði og uppsetning tveggja útigöngu­hurða. Ekki er búið að semja við verktaka um að einangra og múra að utan en rætt hefur verið við einn góðan til að vinna verkið. Tveir hafa gert tilboð í að flota gólfið en af því gólfið var steypt hærra en ráð var fyrir gert, þarf að fara yfir þau tilboð til lækkunar þar sem minna flotefni þarf vegna þessa. Gólfið verður flotað þegar þakið hefur verið einangrað.  Ákveðið hefur verið að einangra viðbygg­inguna fyrir veturinn en bíða með múrverkið fram á vor. Ef múra á viðbygg­inguna að utan í vetur verður að klæða húsið vegna þess að hitastigið utandyra má ekki fara niður fyrir 5° svo múrhúðin eyðileggist ekki. Slík klæðning kostar um milljón og spörum við okkur þá peninga með því að bíða með verkið til vors. Það er talið í lagi að hafa útiein­angr­unina ómúrvarða í vetur.

Önnur stór aðkeypt verk, þegar öllu ofanrituðu er lokið, er veggja­sögun, sem ekki er búið að semja um, úr matsal og í geymslu og úr núverandi eldhúsi yfir í eldhúss­tækk­unina, smíði hurða milli matsalar geymslu og eldhúss. Einn bræðranna, sem er á trésmíða­verk­stæði, hefur tekið að sér að smíða hurðirnar og er hann klár í verkið um leið og búið verður að saga veggina. Epoxyefni verður sett á gólfin, en ekki hefur verið samið um það.

Nú eru ákveðin skil á verkinu því nú þurfa bræðurnir að taka til við innan­húss­vinnu. En það er ekki viðeigandi, á þessari stundu, að biðja bræðurna að leggja fram vinnu því gæta verður fyllstu sóttvarna.

Verk sem bíða bræðranna eru; að setja í gluggana þegar þeir verða tilbúnir í desember, setja upp hurðir milli geymslu, eldhúss og matsalar, einangra loftið, setja rakasperrur, bruna­verja stálbita sem halda uppi þakinu, leggja og tengja rafmagn og ganga frá lýsingu inni og úti, smíða vegg á milli geymslu og eldhúss, skrapa múrhúð og einangrun af vegg sem var útveggur en er nú orðinn að innvegg, pokapússa/rykbinda/mála innandyra,  mála utandyra þegar múrverkinu er lokið, smíða og setja upp innrétt­ingar í eldhúsi, leggja hellur og laga jarðrask utandyra. Skipu­leggja geymsluna í samráði við stólmeistara, siðameistara, minja­verði og fleiri. Innrétta geymsluna. Búið er að skipu­leggja eldhúsið. Margt fleira þarf að gera og handtökin fjölmörg sem bíða, en nú lýkur upptalningu.

Fjárhag­urinn.

Eins og margoft hefur komið fram eigum við fyrir öllum framkvæmdunum. Upphafleg kostn­að­ar­áætlun var um 61,2 milljónir. Kostnaður við verkið þann 5. nóvember 2020 er um 30,6 milljónir, endur­metinn áætlaður kostnaður við að ljúka verkinu er um 27,9 milljónir. Heild­ar­kostnaður samkvæmt þessu verður því um kr. 58,5 milljónir eða 95,6% af upphaf­legri áætlun. Það er rétt að hafa í huga að gengi íslensku krónunnar hefur fallið um 20% frá því upphaflega áætlunin var gerð og launa­hækkanir hafa verið miklar frá því sú áætlun var gerð.

Niður­staða.

Að öllu ofanrituðu virtu erum við bræður í Nirði og Hamri, í góðum málum, bæði hvað varðar fjárhaginn og framvindu verksins.

Guðmundur Rúnar Óskarsson,
Formannaður bygginga­nefndar.

 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?