Viðbragðteymi R. tilkynnir hertari aðgerðir

7. október 2020

Að teknu tilliti til nýjustu tilmæla yfirvalda um sóttvarnir hefur verið ákveðið að stöðva alla starfsemi innan R. næstu tvær vikurnar.
Reglu­heim­ilinu og stúku­húsum skal lokað næstu tvær vikurnar.

Frekari fyrirmæli verða gefin út sé þess þörf fyrir þann tíma. Að öðrum kosti gilda þessi fyrirmæli til 20. október 2020

Bræður eru hvattir til að fylgjast daglega með heima­síðunni, þar gætu læðst inn ábend­ingar og fróðleikur til að stytta ykkur stundir. Munið líka að reyna að hafa símasamband eða tölvu­sam­skipti við sem flesta bræður. Ekki hvað síst þá sem eru einir, sjúkir eða eiga um sárt að binda.

Saman komumst við í gegnum þessa erfiðu tíma og komum aftur til starfa þegar aðstæður leyfa.
Megi H.H.H. styrkja ykkur og lýsa, sem og fjölskyldum ykkar.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?