Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Vel mætt á haust­fagnað Gimlis

15. október síðast­liðinn

Þann 15. október síðast­liðinn hélt Gimli haust­fagnað með systrum. Kvöldið var hin mesta skemmtun og mátti vel sjá að gestir voru ánægðir með það að fá loks að koma saman og nutu þess að eiga góða kvöld­stund saman.  Yfir sextíu bræður og systur mættu á kvöldið.

Stólmeistari bauð gesti velkomna og fagnaði því að nú væri hægt að fagna saman hér í Reglu­heim­ilinu.

Þá skemmtu þeir feðgar í Tinda­bræðrum gestum af sinni alkunnu snilld ásamt söngstjóra Stúkunnar, Friðriki Vigni Stefánssyni.

Steik­ar­hlaðborð að hætti hússins rann ljúft ofan í veislu­gesti og má vel fullyrða að allir hafi farið saddir og glaðir heim eftir frábært kvöld.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?