Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Vel heppnaður hádeg­is­verður hjá St.Jóh.st.Mími

Sumar- og sólskins­stemmning

Það var kærkominn hittingur hjá bræðrum í hádeginu þegar að Mímir settist til hádeg­is­verðar á Grand Brasserie. Hátt í 30 br.voru saman komnir og nutu ljúffengrar fiskmál­tíðar og greinilega allir í sumarskapi. Að máltíð lokinni þáðu br.kaffisopa og konfektmola. Langþráð samveru­stund og greinilega hugur í mörgum að hefja starfið af krafti eftir umbrotatíma. Tíminn flýgur og áður en varir verða br.komnir í fundargír og því ekki seinna vænna en að fara að huga að því að fötin séu á sínum stað og allt til taks. En þangað til óskum við þess að allir njóti þess sem eftir lifir af sumri og að við hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?