Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Vel heppnaður fræðslufundur um nýtt skrán­ing­ar­kerfi

Laugar­daginn 28. ágúst var haldinn fræðslufundur um nýtt skrán­ing­ar­kerfi sem notað verður við skráningu bræðra á fundi í reglu­heimilum. Kynningin var sérstaklega ætluð emb.-mönnum og mæting var með miklum ágætum.

Tæplega 100 bræður sátu fundinn, ýmist í Reglu­heim­ilinu við Bríet­artún eða nýttu sér þann möguleika að tengjast kynningunni í gegnum Netið. Megin­hluti stúkna á lands­byggðinni nýttu sér þann möguleika. 

Að lokinni kynningu þar sem farið var yfir skrán­ing­ar­kerfið og forskráningu á fundi, var opnað fyrir spurn­ingar, bæði í sal og í gegnum Netið. Fjöldi spurninga gaf glögglega ítil kynna, að bræður voru mjög ánægðir með kerfin og horfðu til betri tíma þegar þau verða virkjuð sem verður nú á næstu dögum.

Gögn sem tengjast fræðslufundinum verða send til fulltrúa allra stúkna, auk þeirra sem sérstaklega skráðu sig á fundinn. Bræður eru hvattir til að hefjast handa við að kynna sér alla þá möguleika sem í boði eru. Fræðslufund­urinn var tekinn upp og kynning­ar­myndbönd verður að finna á innri vef Reglunnar mjög fljótlega. 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?