Vefurinn Bróðir.is færður Frímúr­ar­a­reglunni að gjöf

Gjöfin inniheldur nafn (veffang) og lager netversl­un­ar­innar

Eins og fjölmargir frímúr­ara­bræður vita, þá hefur netverslunin brodir.is verið starfandi undan­farin ár, með hvers kyns búnað, svo sem hatta, hanska, hnappa og fleira. Nú hafa eigendur vefsins ákveðið að hætta rekstri hans og gefa lager versl­un­ar­innar og nafnið (veffangið) til Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi.

Af þeim sökum liggur vefurinn niðri um stund­ar­sakir. SMR ákvað að taka við þessari höfðinglegu gjöf og setti af stað vinnuhóp til að koma málinu í höfn.

Vefurinn verður fljótlega opnaður aftur á nýrri heimasíðu með sama veffangi, www.brodir.is. Mun allur hagnaður af rekstri vefsins renna til styrkt­ar­sjóða R. Öll vinna við hönnun nýs vefs sem og allt starf við rekstur og birgðahald verður unnið í sjálf­boða­vinnu bræðra.

Fyrri eigendur vefsins, hjónin María Anna Clausen og br. Ólafur Vigfússon, hafa átt og rekið vefversl­unina í tæpan áratug og látið hagnað af rekstri hennar renna til styrkt­ar­sjóða R. á liðnum árum. Eru þeim færðar einlægar og bróður­legar þakkir fyrir ómetan­legan stuðning á liðnum árum og þessa einstöku og höfðinglegu gjöf sem þau hafa nú afhent R.

Svo vitnað sé til orða þeirra hjóna af þessu tilefni hér í lokin þá voru þessi orð m.a. látin falla: „Við vonum að Bróðir.is vaxi og dafni í fangi Reglunnar og að bræður verði hér eftir sem hingað til duglegir að versla við Bróður.is og afla þar með áfram fjármuna til góðra verka.“

F.h. Styrkt­arráðs
Skúli Lýðsson Oddviti

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?