Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Vefur Reglunnar gegnir mikilvægu hlutverki á tímum veirunnar

2067 bræður hafa skráð sig á innra vefinn

Í ljós hefur komið að heimsóknir á vef Reglunnar á þessu ári hafa gengið vonum framar. Þetta kom fram þegar gerðar voru mælingar frá 1. janúar til 3. nóvember árin 2020 vs 2019.

Fjöldi heimsókna
Stakar heimsóknir inn á vefinn.

2020 — 123.877
2019 — 98.58
+25.66% aukning

Fjöldi síðna skoðaður pr. heimsókn
Hversu margar síður eru skoðaðar í hverri heimsókn. Hér hefur orðið fækkun, sem er þó rökrétt … því brr. eru líklega að fara inn til að skoða eitthvað ákveðið — eins og covid upplýs­ingar.

2020 — 5.91
2019 — 7.58
-22.08% minnkun

Meðal tími pr. heimsókn
Tími sem hver heimsókn staldrar við að meðaltali. Þetta er nokkuð langur tími, sem segir okkur að flestir eru ekki bara að snögg skoða, heldur að lesa fréttir og greinar.
Minnkun í tíma helst í hendur við fleiri heimsóknir, sem skoða færri síður.

2020 — 4 min 16 sek
2019 — 4 min 43 sek
-9.61% minnkun

Síður skoðaðar
Hvaða síður eru skoðaðar mest. Tölur mjög svipaðar milli ára, þar sem forsíðan og félaga­talið telja stærst. Kemur ekki á óvart, líkt og lækkun í heimsóknum á starfs­skrána. En Covid síðan góða kemur sterk inn í topp 10 og hoppar í 6. sæti með næstum 7500 heimsóknir á tímabilinu.

Hversu margir brr. hafa nýtt sér innri vef R.?
Á hverju ári höfum við skoðað hversu margir brr. hafa skráð sig inn á innri vefinn minnst einu sinni og þar með virkjað hann hjá sér. Aukning frá byrjun árs eru rúmlega 230 nýjar innskrán­ingar. Í upphafi árs höfðu 1833 brr. skráð sig á innri vefinn, en í upphafi nóvem­ber­mánaðar var fjöldi brr. orðinn 2067.

Nú í fyrsta sinn setjum við þetta hins vegar í samanburð við fjölda virkra brr.

Þetta gerðum við með því að athuga hversu margir brr. hafa mætt á að minnsta kosti einn fund síðustu 12 mánuði, og % reiknuðum hana við heild­ar­fjölda innskráðra brr. frá upphafi á vefinn. — Þetta er að sjálf­sögðu ekki algjörlega réttur útreikn­ingur vegna skekkju­marka … en gefur okkur nokkuð góða mynd.

Mætingar síðustu 12 mánuði : 2.256
Fjöldi skráðra meðlima: 2.067
Hlutfall: 91,6% virkra brr. hafa nýtt sér innri vef R.

Með fylgir línurit hér að neðan sem sýnir heimsóknir  á vefinn á þessu tímabili. Bláa línan er árið í ár og sú appel­sínugula í fyrra.

Stóri toppurinn í mars er þegar fyrstu fréttir af Covid birtast á vefnum. Aðrir bláir toppar hanga að mestu saman við nýjar fréttir í þeim málum.

Það er áhugavert að horfa á að fram að mars er heimsóknum að fjölga milli ára, en dregur svo úr þeim eftir lokun á starfinu. Sumarið er alltaf nokkuð flatt … en síðan koma heimsóknir aftur sterkar inn í september og október, fram að lokun númer 2. Og hér má sjá að munurinn er aðeins meiri en í upphafi árs … sem segir okkur að brr. voru augljóslega að nýta sér upplýs­inga­gjöfina á vefnum til hins ýtrasta. Nú eftir lokun, og með færri fréttum, hefur svo heimsóknum fækkað á ný.

Hægt er að skoða frétt um heimsóknir á vef Reglunnar á árunum 2017 til 2019 til frekari saman­burðar með því að smella hér.

 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?