Útför Jóns Sigurðs­sonar

24. september 2021

Genginn er góður drengur, Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra, seðla­banka­stjóri, skóla­stjóri og formaður Framsókn­ar­flokksins eftir baráttu við krabbamein.

Jón var framá­maður í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi og starfaði að framgangi reglunnar af heilum hug í áratugi. Hann var mikill lærimeistari og leiðtogi, hugmynda­ríkur, ráðagóður, allra manna hugljúfi, hamhleypa til vinnu.

Ég kynntist Jóni fyrir áratugum síðan í Frímúr­ar­a­reglunni og var ætíð mikil og góð vinátta okkar á milli.

Eitt sinn sagði ég honum frá því er ég var lítill drengur, er afi minn fór með mig í Langholts­kirkju, sem þá var í byggingu. Framsókn­ar­flokk­urinn leigði þá kirkjuna fyrir kosninga­skrif­stofu. Er þangað kom var mikill erill á kosninga­skrif­stofunni, menn að tala saman og í síma og mikill hávaði. Afi minn horfði yfir svæðið klappaði saman höndunum og allt féll í dúnalogn, þá lyfti hann mér upp á borð og sagði yfir hópinn, ″ég ætlaði bara að láta ykkur vita að hér væri ungur upprennandi framsókn­ar­maður á ferð‶, það varð mikill fögnuður og lófaklapp á kosninga­skrif­stofunni. 

Jóni fannst þetta góð saga og sagði að hann hafi alltaf vitað að við værum sálufé­lagar.

Jón barðist hetjulega við krabba­meinið. Hann var glaður og kátur fram á hinsta dag og  tók vinum sínum ætíð fagnandi. Glæsileg fyrirmynd okkar bræðra og eru það mikil forréttindi að hafa kynnst slíkum manni. Það er mikill missir af þessum góða dreng og vini. 

Kæri vinur og félagi þín er sárt saknað, en mikil huggun er þó að þú ert kominn til enn betri og mikil­vægari starfa í austrinu eilífa. Við þökkum þér samfylgdina.

Far þú í friði, friður Guðs þig blessi,
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði, guð þér nú fylgi
hans dýrðar­hnoss þú hljóta skalt.

Við reglu­bræður færum Sigrúnu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð­arkveðjur og biðjum Guð að blessa þau í sorginni.

f.h. Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi
Kristján Þórðarson

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?