Vetrarstarf Reglunnar hefst með GÞ fundi þann 2. september næst komandi, sbr. nýútgefna starfsskrá Reglunnar sem má skoða hér.
Vegna COVID faraldursins og þeirra takmarkana sem sóttvarnayfirvöld setja og varða meðal annars starfsemi Reglunnar, er rétt að taka eftirfarandi fram:
- Forskráning verður á alla fundi Reglunnar á innri hluta heimasíðu R., þar til annað verður ákveðið og gildir þar hin einfalda regla — “Fyrstur kemur, fyrstur fær”.
Starfandi embættismenn á fundi, forskrá sig ekki en það gildir einungis um hverja embættisfærslu á fundi og er ekki bundið við einstaklinga!
ALLIR aðrir bræður þurfa að skrá sig til funda - Hámarksfjöldi á fundum er 200, eða minna ef stærð fundarsala leyfir ekki þann fjölda. Bræður þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu, þar sem forskráning heimilar aðeins þátttöku uns hámarksfjölda á fund er náð.
- Tilmæli eru til óbólusettra bræðra að þeir mæti ekki á fundi vegna eigin öryggis, sem og til bræðra sem eru að koma frá útlöndum að þeir sæki ekki fundi strax við heimkomu.
- Krafa er um að bræður gæti fyllsta hreinlætis og að hver og einn taki ábyrgð á því að virða kröfur um sóttvarnir gagnvart sjálfum sér og öðrum, svo sem um eins metra fjarlægðarreglu og að forðast hópamyndanir
- Frekari fyrirmæli um sóttvarnir, eru kynntar við komu í hús, sem setja skorður við ýmsa hefðbundna fundarsiði, eins og var á síðastliðnu starfsári.
Kæru bræður, eins og síðastliðið starfsár þá er ykkur bent á að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu Reglunnar, um fundarhöld og sóttvarnir, því við munum áfram miða allt okkar starf við gildandi sóttvarnarreglur stjórnvalda og því geta þessir hlutir breyst með litlum sem engum fyrirvara.
Viðbragðsteymi R.