Upp, upp mín sál . . .

Fyrsti upptökufundur á ungbræðra­stigi hinn 15. október nk.

Starf Fjölnis í vetur er komið á flug og verður fyrsti upptökufundur á ungbræðra­stigi hinn 15. október nk.

Það er alltaf tilhlökk­un­arefni þegar við bræður hittumst og hlýðum saman á boðskapinn og njótum góðrar máltíðar á eftir með gamamálum. Það lyftir andanum og gerir okkur að betri mönnum.

Mætum því sem flestir til að bjóða nýjan bróður velkominn til starfans, umvafðir birtu og hlýju.

Upp, upp, mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til,
Herrans pínu ég minnast vil.

Ó, Jesús, gef þinn anda mér,
allt svo verði til dýrðar þér
upp teiknað, sungið, sagt og téð,
síðan þess aðrir njóti með.

Úr sálmi 130 eftir Hallgrím Pétursson

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?