Undir stjörnu­himni er komin út

Vegleg útgáf í tilefni afmælis Frímúr­ara­starfs á Íslandi

Jón Birgir Jónsson afhendir SMR Vali Valssyni fyrsta eintakið af Undir stjörnu­himni.

Í tilefni af 100 ára afmæli Frímúr­ara­starfs á Íslandi hefur verið gefin út vegleg bók sem inniheldur safn greina um sögu Reglunnar og margvís­legar hliðar frímú­ara­starfs.

Á vinafundi hjá St. Mími fékk SMR Valur Valsson afhent fyrsta eintakið af bókinni frá Jóni Birgi Jónssyni, sem gerði það fyrir hönd afmælis- og ritnefndar. Í framhaldi fengu aðrir brr. á fundinum sitt eintak af bókinni og með því formleg dreifing á henni hafin.

Næstu vikur munu St. Jóhann­es­ar­stúk­urnar um allt land sjá um að koma eintaki af bókinni til allra brr. Þetta verður fyrst og fremst gert á fundum og eru því áhuga­samir brr. hvattir til að mæta sem fyrst á fund til að nálgast bókina. Ekki er þörf á að sækja fund í eigin St. Jóh. til að fá sína bók.

Brr. sem ekki eiga heima­gengt á fundi á næstunni er bent á að hafa samband við sinn Sm. til að fá bókina.
Verð bókar­innar er kr. 7.500,— og til hægðarauka verður stofnuð valgreiðsla í heima­banka brr.

Það er von að þessi bók verði öllum brr. til fróðleiks og skemmtunar.

Undir stjörnuhimni — Frímúrarar á Íslandi í 100 ár

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?