Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Umræðufundur á I og II° hjá St. Jóh. Eddu

Bræðra­nefnd Eddu og Stm. hennar buðu bræðrum á I og II° á umræðufund í Reglu­heim­ilinu

Bræðra­nefnd Eddu og Stm. hennar buðu bræðrum á I og II° á umræðufund í Reglu­heim­ilinu þann 26. janúar. Alls mættu 13 af 26 bræðrum sem eru á þessum stigum í Eddu.

Tilefni fundarins var fyrst og fremst að hlusta á og ræða hugleið­ingar bræðra um hvernig fjarvera frá Reglu­starfinu hefur áhrif á þá og væntingar þeirra til Reglunnar.

Þeir bræður sem skemmst hafa verið innan vébanda hennar hafa vart komist á fund frá inngöngu sinni og eðilega vakna margar spurn­ingar af þeim sökum.

Ekki var neinn bilbug að finna á ung- og meðbræðrum þótt á móti hafi blásið hjá sumum vegna heims­far­aldurs og ýmissa afleiðina hans. Þá þyrstir í að taka til starfa þegar það verður leyft og ekki var að heyra að þetta rof á fundum á þeirra stuttu “frímúr­araævi” hefði letjand áhrif á viðhorf þeirra til starfsins.

Næsta skref á þessum vettvangi verður að bjóða III°bræðrum til sambærilegs “viðrun­ar­fundar” fljótlega í febrúar og síðan verða skipu­lagðir hefðbundnir fræðslufundir og til þeirra boðað með skila­boðum og símtölum til þeirra.

Á myndinni má sjá nokkra af bræðrunum sem og Bræðra­nefnd­armenn og aðra embætt­ismenn

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?