Um hvað snýst II°?  Leynd­ar­dómar afhjúpaðir

Fræðslufundur St.Jóh. stúknanna á SV-horninu

Næstkomandi laugardag 5. mars. kl. 11:00 verður sérstakur fræðslufundur á II° haldinn í Hátíð­ar­salnum í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík. Allar St.Jóh. stúkurnar á SV-horninu hafa sameinast um þennan fræðslufund, þ.e. Mímir, Edda, Fjölnir, Gimli, Glitnir, Lilja, Hamar, Njörður, Sindri, Röðull og Akur. Bræður úr öðrum stúkum einnig velkomnir.

Á fundinum mun br. Einar Kristinn Jónsson í Fjölni fjalla um ríkulegt innihald þessa stigs, tákn og fyrir­komulag fundarins með sýnidæmum, og br. Ólafur W. Finnsson, söngstjóri Fjölnis, mun fjalla um tónlist fundarins og táknmál hennar með hljóm­dæmum. Meðbræður sem hafa nýlokið ferðalagi á þetta stig eru eindregið hvattir til að mæta og fá þannig betri innsýn í II° stigið, til frekari undir­búnings að frömun, en ekki síður aðrir bræður sem til þess hafa stig.

Á II° leynist margt, sem ekki er augljóst og nýtist bræðrum t.d. í daglegu lífi í hinum ytra heimi. Í lok fundar gefst tækifæri til fyrir­spurna og umræðna. Fundurinn mun standa yfir í ca. 1 – 1½ klst. Borgara­legur klæðnaður. Brr. beri stigs­ein­kenni (axlar­borða/barmmerki). Við vonumst til að sjá sem flesta.

St.Jóh. stúkurnar

Mímir, Edda, Fjölnir, Gimli, Glitnir, Lilja, Hamar, Njörður, Sindri, Röðull og Akur.

 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?