Næstkomandi laugardag 5. mars. kl. 11:00 verður sérstakur fræðslufundur á II° haldinn í Hátíðarsalnum í Regluheimilinu í Reykjavík. Allar St.Jóh. stúkurnar á SV-horninu hafa sameinast um þennan fræðslufund, þ.e. Mímir, Edda, Fjölnir, Gimli, Glitnir, Lilja, Hamar, Njörður, Sindri, Röðull og Akur. Bræður úr öðrum stúkum einnig velkomnir.
Á fundinum mun br. Einar Kristinn Jónsson í Fjölni fjalla um ríkulegt innihald þessa stigs, tákn og fyrirkomulag fundarins með sýnidæmum, og br. Ólafur W. Finnsson, söngstjóri Fjölnis, mun fjalla um tónlist fundarins og táknmál hennar með hljómdæmum. Meðbræður sem hafa nýlokið ferðalagi á þetta stig eru eindregið hvattir til að mæta og fá þannig betri innsýn í II° stigið, til frekari undirbúnings að frömun, en ekki síður aðrir bræður sem til þess hafa stig.
Á II° leynist margt, sem ekki er augljóst og nýtist bræðrum t.d. í daglegu lífi í hinum ytra heimi. Í lok fundar gefst tækifæri til fyrirspurna og umræðna. Fundurinn mun standa yfir í ca. 1 – 1½ klst. Borgaralegur klæðnaður. Brr. beri stigseinkenni (axlarborða/barmmerki). Við vonumst til að sjá sem flesta.
St.Jóh. stúkurnar
Mímir, Edda, Fjölnir, Gimli, Glitnir, Lilja, Hamar, Njörður, Sindri, Röðull og Akur.