Tónleikar hjá Frímúr­arakórnum 1. apríl

Miða­salan hefst 6. mars næst­kom­andi

Vortón­leikar Frímú­arakórsins verða laug­ar­daginn 1. apríl kl. 14.00 og kl. 17.00 í Hátíð­arsal Reglu­heim­il­isins í Reykjavík við Bríet­artún.

Margir flottir söng­bræður syngja einsöng; br. Kristján Jóhannsson, Eiríkur Hreinn Helgason , Björn Björnsson , Ásgeir Páll Ágústsson og Sigurður Helgi Pálmason.

Hljóm­sveit leikur með skipað úrvalsliði úr röðum bræðra.

Sérstakir gestir Frímúr­arakórsins verða tvær ungar konur , Svan­laug Jóhanns­dóttir og Ísold Atla Jónas­dóttir.

Byrjað verður að selja miða 6. mars og best verður að hafa samband við Stefán Andrésson formann kórsins sa@verkis.is eða Björn Árdal gjald­kera kórsins ardal@simnet.is

Bræður og systur velkomin og einnig má taka með sér gesti. Verð 2.500 kr.

 

Stjórn­endur kórsins eru br. Jónas Þórir og br. Friðrik Sæmundur Krist­insson.

Aðrar fréttir

Fyrsti fundur hjá Fjölni
Fundur á IX stigi
Áskorendamótið