Tilvera okkar er undarlegt ferðarlag

Annar upptökufundur starfs­ársins á I°

Starfsár okkar Fjölnis brr. hefur farið vel af stað og mæting góð því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Þriðju­daginn 29. október verður annar upptökufundur starfs­ársins á I°.  Að baki er innsetning nýs SMR um helgina sem þeim sem á horfðu var magnað ferðalag og ógleym­anleg upplifun. Einir fara og aðrir koma í dag.

Þótt vetur konungur hafi lítillega komið við sem gestur í október þá er spáð hæglátu og þurru veðri og tveggja stiga hita á þriðju­daginn svo líklega mun lítið hindra brr. að hittast og njóta birtu og yls og undirbúa sig enn betur fyrir starfið í vetur. Þeir brr. sem ekki hafa átt heiman­gengt er bent á að félagatal stúkunnar er afhent á fundinum ásamt starfsskrá stúknanna.

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?