Kæru bræður.
Fyrst vil ég óska ykkur gleðilegs árs og friðar, en einnig þakka ykkur fyrir mjög ánægjuleg samskipti og góð á nýliðnu ári. Ári sem mun án efa verða ofarlega í okkar minni um langt skeið en sem við vonum að komi ekki aftur með þeim afleiðingum sem það hafði á samfélag okkar og starfið í R.
Tilefnið að þessu sinni er fyrst og fremst að fara yfir stöðu Reglustarfsins með tilliti til breytinga sem nú hafa verið gerðar á sóttvörnum í samfélagi okkar og taka gildi frá og með 13. janúar 2021 og gilda til 17. febrúar n.k. Breytingarnar hafa allnokkur áhrif á starf okkar, þó þær varði fyrst og fremst heimila fjölgun á samkomum úr 10 einstaklingum í 20. Aðrar breytingar sem taka gildi hafa í raun ekki áhrif á okkar starf.
Breyttar reglur
Viðbragðstreymi R. undir stjórn SMR hefur fundað um stöðuna og komist að eftirfarandi niðurstöðu, sem gildir fyrir tímabilið 13. janúar til 17. febrúar 2021:
- Ekkert formlegt siðbundið fundarstarf er mögulegt við gildandi sóttvarnareglur.
- Heimilað verður að boða til funda embættismanna, nefnda og annarra bræðrahópa í einstökum stúkuhúsum, gegn ófrávíkjanlegu skilyrði um að virtar verði í hvívetna allar sóttvarnir sem stjórnvöld krefjast, s.s. 2ja metra reglan, notkun á andlitsgrímum, sótthreinsivökvi til reiðu o.s.frv.
- Jafnframt er heimilað að opna bókasöfn stúkuhúsanna, ef talið er unnt að uppfylla allar kröfur um sóttvarnir og að bókasafnsverðir séu reiðubúnir að sinna starfi sínu við núgildandi aðstæður.
- Viðbragðsteymum einstakra stúkuhúsa er falið að halda utan um framangreint starf til að tryggja að öllum sóttvörnum sé unnt að framfylgja og að það verði gert. Fullt samráð við viðkomandi Stmm. er mikilvægt.
- Tilkynna skal bræðrum með tölvupóstum eða tilkynningum á heimasíðu R. um opnunartíma bókasafnanna. Einnig ber einstökum viðbragðsteymum að tilkynna stjórnstofu um allar ákvarðanir sem teknar eru í þessu sambandi.
- Mjög mikilvægt er að ALLTAF sé haldin nákvæm skráning á þeim bræðrum sem koma í stúkuhúsin og einnig þeirra sem koma saman hverju sinni. Nafnalisti skal sendur viðkomandi viðbragðsteymi strax að lokinni samverstund eða fundi. Þetta eru ekki tilmæli, þetta er skilyrði vegna kröfu um rekjanleika. Ef viðbragðsteymi fær ekki sendar skráningar skal tilkynna það til stjórnstofu.
- Ef breytinga er þörf vegna tilmæla yfirvalda verða þær kynntar hér á heimasíðu R. þegar og ef þær verða.
Frekari upplýsingar veitir stjórnstofa
Fyrir hönd Viðbragðsteymis R.
Eiríkur Finnur Greipsson
Erindreki R.