Tilkynning frá Viðbragð­steymi R. vegna nýrra sóttvarn­a­reglna

11. febrúar 2022

Heilbrigð­is­ráðu­neytið (HRN) hefur gefið út nýjar reglur um takmarkanir á samkomum vegna sóttvarna. Í ljósi þeirra er ljóst að áfram verða í gildi takmarkanir á heimilum fjölda bræðra á fundum og samkomum á vegum stúkna innan R. Þar af leiðandi verður áfram krafist forskráninga á alla fundi.

Rétt er að geta þess að heimill hámarks­fjöldi á fundi fer úr 50 í 200, salarkynni stúkna hafa þó takmarkandi áhrif og þar af leiðir að forskrán­ingar eru nauðsyn­legar.

Forskrán­ingar verða með sama hætti og áður á innri vef R. og embætt­ismenn sem eru starfandi á fundum þurfa EKKI að skrá sig.
Hér er tengill á reglugerð HRN

SMR og Viðbragð­steymi R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?