Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Tilkynning frá stúkunum á Akureyri

Í tæpa tvo áratugi hefur br. Jón Símon Karlsson Yf.Stú.M.: Stúart­stúk­unnar unnið gríðarlegt starf í þágu okkar og Reglunnar, með því að halda opinni skrif­stofunni á Akureyri alla virka daga, sinna upplýs­ingagjöf til bræðra og séð um að allar skrán­ingar og að skjala­vistun sé í góðu lagi.

Nú hefur hann ákveðið að draga sig í hlé frá þessum störfum. Ég held að enginn okkar geri sér grein fyrir því mikla starfi sem hann hefur sinnt og verður honum seint fullþakkað fyrir fórnfýsi og þann metnað sem hann hefur lagt í störf sín.

Til að bregðast við þessar ákvörðun hans og tryggja að skrif­stofa verði áfram opin og að samskipta­leiðir milli bræðra, stúkna og Stjórn­stofu verði sem bestar hefur br. Sigurður G. Ringsted 1. Vm.: Stúar­stúk­unnar samþykkt að taka þetta verkefni að sér. Stefnt er að því að br. Sigurður komi að þessu verkefni í byrjun starfsárs þ.e. stax um næstu mánað­armót.

Nánari upplýs­ingar um opnun­artíma skrif­stofu og fleira því tengt verða kynntar síðar.
Akureyri, 20. ágúst 2021,

M.br.kv.
Sigurður J. Sigurðsson Stj.M.: Stúartst.
Konnráð Alfreðsson Stm.: Huldar
Daníel Guðjónsson Stm.: Rúnar

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?