Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Tilkynning frá Stjórn­stofu

Mikil óvissa um framhald fundar­starfa

Stúku­starf starfs­ársins 2020 til 2021 hófst í dag með Stórhá­tíð­ar­fundi í Reglu­heim­ilinu við Bríet­artún. Þennan fund átti að halda þann 19. mars síðast­liðinn, en COVID-19 farald­urinn varð til þessa að honum var frestað.

Enn er glímt við þennan vágest og vegna sóttvarn­ar­reglna íslenskra yfirvalda var ekki hjá því komist að takmarka fjölda fundar­manna í dag við 100.

Öllum öðrum kröfum um sóttvarnir var einnig mætt á fundinum. Stórhátíð er eins og kunnugt er ígildi aðalfundur R. og haldinn á VIII stigi.

Á fundinum var kynnt ein breyting (tilskipun) á almennum embætt­is­mönnum Lands­stúk­unnar, þar sem br. Magnús Viðar Sigurðsson var skipaður Kv.

Aðrar breyt­ingar á skipan embætta Lands­stúk­unnar voru kunngjörðar með tilskipun SMR þann 19. mars s.l. og hafa verið birtar hér á netinu og í Frímúr­aranum.

Nú er enn mikil óvissa um framhald fundar­starfa og því eru bræður hvattir til að fylgjst mjög vel með tilkynn­ingum hér á heima­síðunni.

Leitast verður við að koma skila­boðum um framgang fundar­halda, til bræðrana, á heima­síðunni svo fljótt sem verða má. Einnig má benda á að ný starfsskrá er komin á heima­síðuna.

Vonandi verður okkur unnt að hefja störf eins og starfs­skráin gerir ráð fyrir, en enginn þarf að vera í vafa um að Reglan fer í einu og öllu að fyrir­mælum íslenskra stjórn­valda.

Reykjavík 6. ágúst 2020

Stjórn­stofa

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?