Tilkynning frá SMR og viðbragð­steymi R.

14. apríl 2021

Heilbrigð­is­yf­irvöld hafa gefið út nýja reglugerð um sóttvarnir vegna COVID-19 farald­ursins, þar sem starfsemi félags­samtaka eins og Frímúr­ar­a­regl­unnar takmarkast við 30 þátttak­endur eða færri, auk ýmissa viðeigandi sóttvarna. Gildir þessi ákvörðun í þrjár vikur, eða til 5. maí.

Af þessu leiðir sú einfalda niður­staða að fundarhöld í stúkum innan R. eru ekki möguleg næstu 3 vikur.

Reglu­gerðin gerir það hins vegar að verkum að Viðbragð­steymi R. hefur ákveðið að heimila opnun bókasafna, fundahöld embætt­is­manna, störf nefnda og fræðsluhópa, sem og tengda starfsemi. Allt starf skal innt af hendi í samræmi við reglugerð heilbrigð­is­ráðu­neyt­isins útg. 14/04/21. Viðbragð­steymum einstakra stúkuhúsa er falin umsjón, eftirlit og útfærsla þessarar heimildar.

SMR og Viðbragð­steymið lýsa þeim eindregnu tilmælum og vilja að verði aflétting yfirvalda á sóttvörnum á þann veg í maímánuði að unnt verði að halda lokafundi, Stórhátíð ofl. fundi, að þá bregðist stjórn­endur stúkna við með jákvæðum hætti, þó fyrirvari verði lítill. Því er mjög mikilvægt eins og áður að bræður fylgist vel með tilkynn­ingum yfirvalda og á heimasíðu R.

SMR og Viðbragð­steymi R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?