Því er lokið

Kosning nýs Stm. Fjölnis

Það var tímamóta­fundur hjá Fjöln­is­bræðrum á I° þriðju­daginn 7. febrúar. Í roki og rigningu mættu 94 brr. á fund til að taka á móti nýjum bróður en ekki síður til að kjósa nýjan Stm. þegar Stefán Snær Konráðsson hefur nú stigið til hliðar eftir fimm ára farsælt starf. Sagt hefur verið að tilgangur lífsins finnst ekki nema með því að lifa lífinu á þann hátt að við séum stöðugt að gefa því merkingu og mikilvægi með hugsun okkar og breytni. Óhætt er að segja að Stefán hafi gefið Fjöln­is­bræðrum og stúkunni tilgang með vinnu sinni og lífsviðhorfi.

Nýr Stm. Fjölnis, Leópold Sveinsson, fékk mjög góða kosningu og höfðu brr. í flimt­ingum að héðan í frá yrði hann kallaður Leó sjöundi enda sjöundi í röð Stm. Fjölnis. Að öðru óbreyttu mun innsetning Leópolds sem nýs Stm. væntanlega fara fram á næsta I° fundi þann 21. febrúar. Eru allir bræður hvattir til að mæta og upplifa þann fund.

Rm. flutti ræðu til hins nývígða br. undir borðum og var tíðrætt um sannleikann og ljósið. Siðameistari minnti brr. á Systra­kvöldið laugar­daginn 18. febrúar og að gefnu tilefni að máta hvíta vestið tímanlega ef svo líklega vildi til að það þyrfti að víkka það eitthvað. Miðasala fer fram í Bræðra­stofu laugar­daginn 11. febrúar frá 12:00 til 15:00 og sunnu­daginn 12.febrúar frá 10:00 til 13:00. Einnig verða miðar seldir á marmaranum mánudaginn 13. febrúar milli kl.17:30 og 19:00.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?