
Góðan dag kæri bróðir.
Hin árlegi þorrafundur / nú þorrasamvera Hamars og Njarðar verður sendur út föstudaginn 22. janúar kl. 20:00 og er hægt að skrá sig á fundinn á slóðinni hér að neðan:
https://frimurarareglan.is/skraningar/hamar-og-njordur-thorrasamvera-2021/
Ekki verður boðið upp á að kaupa þorramat frá Laugaás og er það vegna Covid sem þeir treystu sér ekki til þess. Fyrir þá sem hafa áhuga á að hafa þorramat þegar þeir horfa á útsendinguna, er mikið úrval til í verslunum á stór Garðabæjar svæðinu.
Dagskráin verður fjölbreytt með söng atriðum frá tónlistamönnum Njarðar og Hamars undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar ásamt erindi Elíasar Jakobs Bjarnasonar og ávörpum Ásgeirs Magnússonar og Ólafs Magnússonar, stólmeisturum stúknanna.
Samveran byrjar kl. 19.40 á Zoom fundi og síðan kl. 20:00 á Youtube og verða slóðirnar á bæði sendar til ykkar á föstudaginn 22. janúar.
Með bróðurlegri kveðju
Ásgeir Magnússon, Stm. Njarðar.