Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 21. október 2021 Sjá nánar.

Þorra­fundur Hamars og Njarðar

Kæru bræður,

Hamar og Njörður hafa undan­farin ár verið með sameig­in­legan þorrafund sem hafa verið vel sóttir og fjöldi bræðra úr öðrum stúkum glaðst með okkur.  Þar sem við getum enn ekki komið saman í stúku­húsinu okkar í Ljósatröð munu stúkurnar efna til fjarfundar þorra gleði og samveru á bóndadag föstu­daginn 22. Janúar á Zoom og Youtube þar sem flutt verður dagskrá í anda þorra með söng og gleði.

Samveran hefst á Zoom kl. 19.40 þar sem bræður sýnt sig og séð aðra og heilsast.  Sjálf dagskráin hefst kl. 20.00 og verður þá skipt yfir á Youtube þar sem gæði útsend­ingar eru betri en á Zoom.  Eftir formlega dagskrá á Youtube sem tekur væntanlega um 40 mínútur hittumst við aftur á Zoom í 20-30 mínútur.

Innskráning á fundinn verður í gegnum innri vef Reglunnar.  Á fundardegi fá bræður sendar með tölvu­pósti slóðir til að komast inn á þorragleðina í gegnum Zoom og Youtube.

Við fögnum öllum bræðrum úr öðrum stúkum sem vilja vera með okkur á þorragleði og biðjum þá einnig að skrá sig. Þeir bræður sem skrá sig á fundinn fá skrán­inguna bókaða sem mætingu.

Þar sem þetta er á bóndadag þá er upplagt að ná í þorra­bakka eða þorramat í næstu búð og njóta meðan á fundinum stendur og lifa sig inn í endur­minn­ingar af fyrri þorra­fundum í Ljósatröð.

Það verður ánægjulegt að sjá sem flesta uppá klædda á þorragleðinni sem hefst á Zoom kl. 19.40 á föstudag 22. janúar n.k.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?