Þorra­fundur Hamars & Njarðar 2019

22. janúar

Nú styttist í þorrann og verður hinn sérlega vinsæli og ákaflega skemmtilegi sameig­inlegi þorra­fundur Hamars og Njarðar haldinn á I° þriðju­daginn 22. janúar.  Í ár sér Hamar um fundinn en Egill Þórðarson Njarð­ar­bróðir flytur okkur erindi á fundinum.

Ekki verður upptaka á fundinum.

Eins og undan­farin ár er vænst mikillar þátttöku á fundinum og í bróður­mál­tíðina og því nauðsynlegt að bræður skrái sig fyrirfram svo unnt verði að tryggja að trogin verði full af gæða þorramat frá Lauga-Ási og allir gangi mettir frá borðum.

Lokað hefur verið fyrir rafræna skráningu á fundinn. Einnig má hafa samband við Sm. Hamars Magnús Gunnarsson í síma 893 2113 til að skrá sig.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?