Þorra­bakkar boðnir bræðrum

og fjölskyldum þeirra

Þorri gengur í garð föstu­daginn 21. janúar. Þá er við hæfi að gleðja bæði munn og maga með því að fjárfesta í þorra­bakka með gómsætu innihaldi.

Bróðir okkar Reynir Magnússon bauð á síðasta ári upp á slíka þjónustu og hyggst endurtaka leikinn á þessu  ári einnig.Innihald hvers þorra­bakka á að nægja einum einstakling. Verð hvers bakka eru 3000 kr. Og hefur ekki hækkað milli ára. Og eins og sjá má á myndinni hér neðst, þá stenst innihaldið allar þær kröfur sem gerðar eru til bestu bakka af þessari gerð.

Hægt verður að panta bakka, einn eða fleiri hér á vef Reglunnar. Sú skráning hefst núna og henni líkur svo í lok þriðjudags 18. janúar.

Sækja skal pantanir föstu­daginn 21. janúar í Reglu­heimilið við Bríet­artún,milli kl. 16.00 og 18.00. 

Lokað hefur verið fyrir pantanir.

Þorri

Þorri

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?