Allt starf og samkomur felldar niður fram til 2. febrúar 2022 Sjá nánar.

Þorra­bakkar boðnir bræðrum

og fjölskyldum þeirra

Þorri gengur í garð föstu­daginn 21. janúar. Þá er við hæfi að gleðja bæði munn og maga með því að fjárfesta í þorra­bakka með gómsætu innihaldi.

Bróðir okkar Reynir Magnússon bauð á síðasta ári upp á slíka þjónustu og hyggst endurtaka leikinn á þessu  ári einnig.Innihald hvers þorra­bakka á að nægja einum einstakling. Verð hvers bakka eru 3000 kr. Og hefur ekki hækkað milli ára. Og eins og sjá má á myndinni hér neðst, þá stenst innihaldið allar þær kröfur sem gerðar eru til bestu bakka af þessari gerð.

Hægt verður að panta bakka, einn eða fleiri hér á vef Reglunnar. Sú skráning hefst núna og henni líkur svo í lok þriðjudags 18. janúar.

Sækja skal pantanir föstu­daginn 21. janúar í Reglu­heimilið við Bríet­artún,milli kl. 16.00 og 18.00. 

Látið ekki happ úr hendi sleppa og gangið frá pöntun og greiðslu með því að smella hér.

Þorri

Þorri

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?