Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Það eru ekki alltaf jólin…

… segir máltækið

Nú þegar jólin eru liðin, hefst starf okkar Fjölnis brr. á árinu 2020, en fyrsta fund stúkunnar á nýju ári ber upp á jóladag samkvæmt júlíanska tímatalinu. Samkvæmt því tímatali minnast menn innan kirkj­unnar í austri fæðingar Krists þann 7. janúar ár hvert.

Því má á vissan hátt segja að II° upptökufundur starfs­ársins í Fjölni verði haldinn þegar hluti jarðarbúa er enn að fagna jólum – það er því afstætt sem segir í máltækinu. Um þessar mundir verða áfram tendruð jólaljós og það er þess vegna vel við hæfi að Fjölnis-brr. tendri ljós á fundinum, sem lýsa muni ævilangt þeim brr. sem hljóta frömun, og sem aldrei slokkni þó vindar blási.

Í því sambandi er útlit fyrir dálítið hryss­ingslegt veður sem þó ætti ekki að gera annað en blása brr. kapp í kinn og stuðla að góðri mætingu á fundinn.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?