Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 7. nóvember Sjá nánar.

Það er héðan sem krásirnar munu koma

Eldhúsið byggt upp frá grunni

Endurýjun á eldhúsi í Bríet­artúni. Apríl 2020.

Eins og var búið að segja frá hér á vef R. var ákveðið að nýta þann tíma sem skapaðist í R.heimilinu í ljósi frestun alls fundar­halds, að hefja endur­nýjun á eldhúsinu. Framkvæmdir ganga vel og eins og sjá má á myndum sem Lv. tók nú í vikunni, hafa öll tæki verið fjarlægð … og nánast allt annað líka.

Ósjaldan hefur verið sagt að við þurfum að byrja á að brjóta niður, til að byggja upp. Það á heldur betur vel við hér og nú.

Nú þegar SMR. hefur gefið út að fundarhald hefjist á ný í ágúst, er óneit­anlega spennandi að hugsa til þess að mæta í húsið, heilsa upp á Reyni í eldhúsinu og sjá glæsi­leg­heitin sem bíða. Svo við tölum nú ekki um krásirnar sem við fáum þaðan.

Fleiri myndir eru að finna í mynda­al­búminu hér að neðan.

Aðrar fréttir

Fræðsla í Covid
Sálin og samfélagið
Jakobsvegurinn
Umhyggjuverkefnin eru víða

Innskráning

Hver er mín R.kt.?