Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Systra­kvöld Vöku 2018

14. apríl 2018

Systra­kvöld St. Vöku verður haldið í stúku­húsinu á Egils­stöðum 14. apríl 2018. Stórglæsi­legur matseðill, dansleikur og glæsileg systragjöf að vanda.

Miðaverð er 11.300. 
Skráningu er lokið.

Takmarkaður sætafjöldi er á kvöldið. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Systra­kvöld er innifalin í aðgangseyri, glæsileg að vanda.
Borðvín er selt á hóflegu verði.

Bræður eru minntir á hvíta vestið.
Systur klæðist síðkjólum.

Tilboð til brr.

Snyrti­stofan Alda (s. 471 2919) og
Stjörnuhár (s. 471 1616)
bjóða snyrtingu og greiðslu fyrir systur þann 14. apríl.

Gisti­heimilið Egils­stöðum (s. 471 1114) býður brr. gistingu.
Kr. 14.900 í tveggja manna herbergi — í boði aukanótt fyrir kr. 7.000.
Morgun­matur innifalinn.
www.lakehotel.is

Athugið að vilji fólk nýta sér tilboðin verður að taka fram við pöntun að þessu tilboð gildi.

Dagskrá

17.30 — Húsið opnar
18:00 — Athöfn í stúkusal
18.30 — Fordrykkur
19:00 — Boðið til borðs, hátíð sett
23:00 — Formlegri dagskrá lokið
23:30 — Dansleikur
02:00 — Nætur­snarl

Matseðill

Forréttur
Rauðrófugrafin laxat­artar með sinneps­mæj­ónesi, appel­sínu­laufum, þurrkuðu krydd­brauði, súrum lauk og vatnakarsa.

Milliréttur
Hörpuskel ceviche með kóríander, lime, chili og jalapeno mæjónesi.

Aðalréttur
Lamb og hægelduð lambaöxl, brúnað jarðskokkamauk, bakaðar gulrætur, reykt kartöflupressa og soðgljái.

Milli—eftir­réttur
Sítrónu-skyrís með crumble og htúaberjasírópi.

Eftir­réttur
Súkkulaði og pralínumús með stökkum hersli­hnetum, karmellu og ástar­ald­inssósu.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?