Systra­kvöld St. Hamars 2020

22. febrúar

Systra­kvöld Hamars verður haldið í stúku­húsinu að Ljósatröð 2 í Hafnar­firði, laugar­daginn 22. febrúar og hefst í stúku­salnum kl. 18.00 stund­víslega. Eins og ávallt verður þetta eitt glæsi­legasta gala-kvöld í Hafnar­firði í góðra vina hópi.

Vönduð og frábær skemmti­atriði.
Falleg sérhönnuð systragjöf.

Stórsöng­konan Jóhanna Guðrún syngur með undirleik Davíðs. Tindatríóið með Friðrik Vigni Stefánssyni flytja hugljúf lög fyrir systurnar. Guðjón Halldór Óskarsson leikur undir hjá Bjarna Atlasyni. Ingvar Jónsson kemur öllum í gott skap.

Hljóm­sveitin Stjórnin með Grétari Örvarssyni og Sigríði Beinteins­dóttur leikur fyrir dansi.

Eurovisi­on­lögin Is it true með Jóhönnu Guðrúnu og Eitt lag enn með Siggu og Grétari hljóma í Ljósatröð og koma öllum í hátíð­arskap.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á systra­kvöldið.
Enn eru þó til sæti á skörinni. Til að bóka sæti á skörinni vinsam­legast hafið samband við Sm. Magnús Gunnarsson (sími 893 2113).
Miðaverð er kr. 12.000 á mann.

Systur mæti í síðkjólum en bræður í kjólfötum og hvítu vesti.

Matseðill

Glæsi­legur matseðill frá meist­ara­kokkum Lauga-áss

Forréttur
Andar­salat,  andaconfit, appelsína, granatepli, julienne & krydd­jurtir.

Aðalréttur
Pipar­kryddað kálfaribey, Teriyakigljái, gljáður perlu­laukur, Hasselback & grasker.

Eftir­réttur
Pinocchio jarða­berjasúkkulaði & vanilluís, fersk ber & Grand Marnier.

Vín

Í boði er að kaupa borðvín með mat og að auki verður opinn bar um kvöldið.

Boðið er upp á tvenns­konar rauðvín.
Frá Spáni Beronia, Rioja Crianza. Kirstju­berj­arautt. Meðal­fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungst­annin.  Kirsuber, trönuber, skógarbotn og eik. Gott eftir­bragð.
Verð kr. 4.000

Banfi, La Lus;  Ítalskt vín frá Piemonte, Albar­sossa þrúga, alvöru vín. Dökkrúbín­rautt, þétt meðal­fylling, ósætt, fersk sýra með þéttri tannin, Kirsuber, brómber, lyng, Laufkrydd og vanilla. Fellur sérlega vel að steikinni.
Verð kr. 6.000

Einnig hægt að velja um tvenns­konar hvítvín.
Frá Ítalíu Bolla, Pinot Grigio. Ljúffengt vín frá Ítalíu. Létt og skemmtilegt sem passar með öllu. Ljóslímónugrænt, létt fylling, ósætt, fersk sýra, sítrus, epli, stjörnu­ávöxtur.
Verð kr. 4.000

Frá Spáni – Torres Sons de Prades. Frábært Chardonnay. Eitt af vandaðri vínum frá Torres fjölskyldunni. Sítrónugult, meðal­fylling, ósætt, fersk sýra. Sítróna, epli, ananas, eik.
Verð kr. 6.000

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?