Systra­kvöld Mælifells 2020

Systra­kvöld Mælifells verður haldið laugar­daginn 29.febrúar 2020

Nú styttist í árlegt systra­kvöld Mælifells og mikilvægt að þið skráið ykkur sem flestir og sem fyrst. Við í systra­kvölds­nefndinni höfum unnið hörðum höndum að skipulagi frá því á haust­dögum og við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur á hlaupárs­daginn 29. febrúar. Við vitum að allir eru önnum kafnir og margt spennandi í boði, en þessi dagur er alla jafna ekki á almanakinu og því vonum við að þið séuð lausir og ætlið að mæta. Það er mikilvægt fyrir okkur að bæta frekar í fjölda á systra­kvöldi en hitt.

Eins og fyrr verður kvöldið fjölbreytt, tónlist og fræðsla í stúku, ávörp og tónlist yfir borðhaldi og glæsi­legur matur. Við fáum lands­lið­skokk til að elda ofan í okkur fjórréttaða máltíð þar sem þið getið valið um aðalrétt, lamb eða önd. Matseðill fylgir hér með og við skráningu þarf að velja aðalrétt, bæði fyrir bróður og systur.

Bræður munu sjá um tónlistar­flutning, bæði í stúku og á borðhaldi.

Verð á aðgöngumiða er kr. 9.500 og inni í því er að sjálf­sögðu sem fyrr glæsileg gjöf frá okkur til systranna.

Skrán­ing­arblað mun liggja fyrir á fundum, auk þess munu eftir­taldir taka við skrán­ingum:

Meðfylgjandi er glæsi­legur matseðill.

Kári Kárason s: 844 5288

Svavar Sigurðsson s: 825 4638

Arnar Svansson s: 693 4069

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?