Systra­kvöld Hamars fellur niður í ár

Í stað þess er boðið upp á glæsilega tónlist­ar­dagskrá 20. febrúar kl. 20.00.

Kæru bræður.

Systra­kvöld stúkunnar er ávallt einn af hápunktum starfsins sem er okkur og systrum okkar ákaflega kært.  Þrátt fyrir að það fellur niður í ár viljum við samt sem áður gleðja okkar kæru systur með útsendingu á glæsi­legri tónlist­ar­dagskrá þeim til heiðurs og ánægju á Youtube 20. febrúar kl. 20.00.

Það er upplagt að elda góðan mat fyrir konuna og eiga saman kósí kvöld, fylgjast með dagskránni, færa henni fallega systragjöf að vanda og dansa saman hver á sínum stað.  Þetta verður sérstakt og einstakt kvöld á þessum sérstöku tímum þar sem við finnum í anda nálægð hver við annað þrátt fyrir að vera fjarri hvert öðru.  Það má minna á að konudag­urinn er daginn eftir á sunnu­deginum.

Til að halda í hefðina hefur bróðir okkar Sigurður Ingi í Sign boðið okkur að kaupa fallegan silfur kross með nettu frímúr­ara­merki og merki Hamars.  Þetta er falleg systragjöf og alger óþarfi að láta veiruna koma í veg fyrir að við gleðjum systurnar með árlegri systragjöf. Þennan fallega kross verður hægt að kaupa og greiða á vef Reglunnar, um leið á skráning á samveruna fer fram til 18. febrúar. Bróðir Sigurður Ingi hefur boðið okkur silfur krossinn á kr. 5.000 og verður hann afhentur þeim sem kaupa í Ljósatröð á föstu­daginn 19. febrúar milli 18.00 og 19.00 og laugar­daginn 20. febrúar milli 13.00 og 14.00.

 

Sjálf dagskráin hefst kl. 20.00. Eftir formlega dagskrá á Youtube sem tekur væntanlega um 40 mínútur hittumst við á Zoom í 20-30 mínútur.

Innskráning á fundinn verður í gegnum innri vef Reglunnar.  Á fundardegi fá bræður sendar með tölvu­pósti slóðir til að komast inn á systra­sam­veruna á Youtube og einnig slóð á Zoom.

Við fögnum öllum bræðrum úr öðrum stúkum sem vilja vera með okkur á þessu ánægjulega kvöldi með því að skrá sig og þeim stendur einnig til boða að kaupa fallegan silfur kross til að gleðja systur sínar.

Það væri ánægjulegt að sem flestir tækju þátt í þessari sérstæðu og ánægjulegu samveru sem tileinkuð er systrum okkar.

Með bróður­legri kveðju,
Ólafur Magnússon
Stm.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?