Systra­kvöld Gimlis & Glitnis 2019

2. febrúar 2019

Systra­kvöld Gimlis og Glitnis verður haldið 2. febrúar næstkomandi. Að venju er búist við skemmtilegu kvöldi, með bragð­góðum mat, góðum skemmti­at­riðum og frábærum félagsskap.

Matseðill kvöldins

Forréttur
Andabringa á tvo vegu, reykt og pastrami með brass­eruðu jólasalati og ostapo­lentu.

Aðalréttur
Steikt nautalund, framreidd með Madeirasósu, fondant kartöflum og steiktu grænmeti.

Eftir­réttur
Súkkulað­i­þrenna

Miðaverð, skráning og klæðnaður

Miðaverð er kr. 12.000 á mann.
Í boði er að kaupa borðvín með mat og að auki verður opinn bar um kvöldið.

Brr. skulu mæta í kjólfötum með hvítu vesti og systur í síðkjól.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á systra­kvöldið.
Við hvetjum brr. sem eru að skrá sig á systra­kvöldið, að skrá sig fyrst inn á innri vefinn. Við það fyllir vefurinn sjálf­krafa út allar helstu upplýs­ingar um þann innskráða, sem bæði flýtir fyrir skráningu og minnkar líkur á villum. 

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?