Sumar­ferðir St. Jóh. Eddu 2018

Sumarið heilsar með hækkandi sól

Venju samkvæmt hittast Eddubræður og fjölskyldur þeirra á sumri komanda til að njóta útiveru og samveru. Að þessu sinni skipu­leggur Bræðra­nefnd Eddu fjóra viðburði en auk þeirra má gera ráð fyrir að bræður finni stað og stund fyrir fleiri samverur í nafni Eddu, t.d. fjölskyldu­útilegu. Hún verður þá auglýst sérstaklega af viðkomandi bræðrahópi.

22. maí – þriðju­dagur kl. 19:00.             Úlfarsfell

Að ævafornum sið er fyrsta útivist­arferð sumarsins gönguferð á Úlfarsfell í Mosfellsbæ. Mæting er við Leirtjörn.  Gengin verður þægileg leið alla leið upp á topp þessa 296 metra háa fells. Göngu­ferðin tekur um 1,5 – 2 klukku­stundir.

23. júní- laugar­dagur, brottför kl. 10:30.        Byggða­safnið í Skógum

Farið verður í hópbifreið fra Reglu­heim­ilinu laugar­daginn 23. júní kl. 10:30 og ekið rakleitt að Skógum þar sem Söngstjóri Eddu, br. Smári Ólason, tekur á móti hópnum og leiðir um valda hluta safnsins. Br.Smári hefur undan­farin mörg ár tengst Skógarsafni og unnið þar við móttöku ferða­manna samhliða öðrum störfum sínum. Að leiðsögn lokinni verður snæddur léttur miðdeg­is­verður í Skógum eða á öðrum stað skv. nánari ákvörðun.

Sent verður út sérstakt erindi í tölvu­pósti til bræðranna um þessa ferð og þar verður hlekkur á skrán­ingar- og greiðslu­kerfi sem Reglan notar. Kostnaður við ferðina verður hóflegur og innifalið er sæti í hópferð­ar­bif­reiðinni og aðgöngumiði að Skóga­safni.

24. júlí- þriðju­dagur kl. 19:00. Hernám Breta og stríðs­minjar í nágrenni Reykja­vík­ur­flug­vallar

Hist verður á bílastæði við Nauthól og gengið þaðan undir leiðsögn br. Stefáns Arngríms­sonar, sagnfræðings og leiðsögu­manns. Staldrað verður við stríðs­minjar og saga hernáms Breta rakin. Létt ganga um Öskjuhlíð og nágrenni 1,5-2 klukku­stundir með möguleika á frekari samveru­stund á veitinga­staðnum Nauthóli að göngunni lokinni.

25. ágúst- laugar­dagur kl. 10:30.          Berjaferð

Fjölskyld­urferð/berjaferð að Fossá í Kjós þar sem finna má ágæt berjalönd í skógrækt sem Skógrækt­ar­félags Kópavogs á og rekur. Ferðin er háð veðri og að sjálf­sögðu berja­sprettu en fróðir menn segja að þetta sumar verði einstaklega gjöfult í því tilliti
Ágætis aðstaða er á staðnum til að grilla.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?