Sumar­ferðir Eddu 2019

Sumar­ferðir Eddubræðra 2019

Venju samkvæmt hittast Eddubræður og fjölskyldur þeirra á sumri komanda til að njóta útiveru og samveru. Að þessu sinni skipu­leggur Bræðra­nefnd Eddu þrjá viðburði en auk þeirra má gera ráð fyrir að bræður finni stað og stund til að hittast í nafni Eddu, t.d. fjölskyldu­útilegu. Slíkt verður þá auglýst sérstaklega af viðkomandi bræðrahópi.

28. maí – þriðju­dagur kl. 19:00        –        Úlfarsfell

Að ævafornum sið er fyrsta útivist­arferð sumarsins gönguferð á Úlfarsfell í Mosfellsbæ. Mæting er við Leirtjörn.  Gengin verður þægileg leið alla leið upp á topp þessa 296 metra háa fells. Göngu­ferðin tekur röska hálfa aðra klukku­stund.

18. júní- þriðju­dagur – mæting á áfangastað kl. 19:30 – Skálholt

Ferð á eigin vegum til áfanga­staðar – heimsókn í Skálholt.

Ekið til Skálholts­staðar (um klukk­ur­stundar akstur frá höfuð­borg­ar­svæðnu). Mæting á bifreiða­stæðinu við Skálholt kl. 19:30.
Skálholts­dóm­kirkja heimsótt og notið leiðsagnar sr. Kristjáns Björns­sonar, vígslu­biskups, staðgengils æðsta kenni­manns Reglunnar. Áætlað er að heimsóknin sjálf taki um 1,5 klst.

Bræður og systur eru hvattir til að sameinast í bíla.

23. júlí-þriðju­dagur – mæting á áfangastað kl.19:00 – Þingvellir

Ferð á eigin vegum til áfanga­staðar.
Hist á Hakinu við Þjónustumið­stöðina (P1) kl. 19 (um 45 mínútna akstur frá höfuð­borg­ar­svæðinu). Þaðan verður gengð um Þingið og rifjuð upp saga og jarðfræði. Bræður og systur munu leiðsegja. Hér er um að ræða létta göngu sem er á flestra færi og er áætlað að hún taki um 1,5 klst.

Bræður og systur eru hvattir til að sameinast í bíla.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?