Sumarferð Eddu

23. júní 2018

Bræðra­nefnd St. Jóh. Eddu stendur fyrir sumarferð á Byggða­safnið í Skógum, laugar­daginn 23. júní næskomandi. Brottför er frá R.heimilinu kl. 10.30.

Farið verður í hópbifreið, sem leggur af stað 10.30 frá R.heimilinu. Ekið verður rakleitt að Skógum, þar sem söngstjóri Eddu, br. Smári Ólason, tekur á móti hópnum og leiðir um valda hluta safnsins. Br. Smári hefur undan­farin mörg ár tengst Skógarsafni og unnið þar við móttöku ferða­manna samhliða öðrum störfum sínum.
Að leiðsögn lokinni verður snæddur léttur miðdeg­is­verður í Skógum, eða á öðrum stað skv. nánari ákvörðun.

Greiða þarf fyrir sæti í þessa ferð, kr. 3.700 fyrir manninn.
Innifalið er rútuferðin og aðgangs­eyrir, með leiðsögn. Í boði eru 40 sæti og því um að gera að skrá sig sem fyrst.

Skráning og greiðsla fer fram hér á vef Eddu. Skráning er opin til og með 19. júní (eða þar til uppselt er í ferðina).
Lokað hefur verið fyrir skráningu á fundinn.

F.h. Brrn.
Eiríkur Hreinn Helgason

Byggðasafnið í Skógum

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?